Fengu hlífðargleraugu og stjörnuljós
Félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes komu færandi hendi á leikskólann Hjallatún í vikunni og færðu börnunum hlífðargleraugu og stjörnuljós að gjöf. Börnin tóku vel á móti gjöfunum en ætlunin er að gefa öllum leikskólabörnum í Reykjanesbæ hlífðargleraugu. Með í pakkanum var síðan boðsmiði á jólaskemmtun Björgunarsveitarinnar þar sem jólasveinar mæta og flugeldum verður skotið upp. Með björgunarsveitarmönnunum í för var leitarhundurinn Grandí sem vakti mikla athygli og gleði hjá börnunum. Foreldrar og börn eru minnt á að fara varlega með flugelda og muna eftir hlífðargleraugunum.