Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Fengu hjartastuðtæki að gjöf
Hilmar Egill sést hér taka við hjartastuðtækinu frá fulltrúum Fjólu og Keilis
Þriðjudagur 7. júlí 2015 kl. 11:18

Fengu hjartastuðtæki að gjöf

Meðalaldurinn í klúbbnum nokkuð hár

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar fékk góða gjöf á dögunum þegar kvenfélagið Fjóla og Lionsklúbburinn Keilir, bæði félög sem starfa í Vogum á Vatnsleysuströnd, gáfu golfklúbbnum hjartastuðtæki að gjöf. Tilefnið er að bæði félögin eiga stórafmæli á þessu ári, Fjólan er 90 ára og Keilir er 40 ára.


Hilmar Egill Sveinbjörnsson, formaður golfklúbbs Vatnsleysustrandar sagðist í samtali við Víkurfréttir vera afar þakklátur fyrir gjöfina. „Þetta er góð og vegleg gjöf sem við erum mjög þakklát fyrir. Þetta er orðinn fastur liður hjá svona félögum eins og golfklúbbnum okkar að hafa svona tæki til taks ef á þarf að halda en að sjálfsögðu vonumst við nú til þess að þurfa ekki að nota það.“ Hilmar sagði að meðalaldur félaga í golfklúbbnum væri nokkuð hár, svona rétt um fimmtugt. „Þannig að í ljós þess er nú auðvitað mjög fínt að fá þetta tæki að gjöf, nei ég segi nú svona,“ sagði Hilmar hlægjandi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Félagar í golfklúbbi Vatnsleysustrandar að Kálfatjörn hafa þó orðið vitni að ótrúlegustu hlutum en skemmst er að minnast á þegar lítil einkaflugvél brotlenti á golfvellinum síðasta sumar. „Já já, það er rétt,“ sagði Hilmar. „Hún ákvað að taka eina brautina til lendingar og snerti eitt grínið hjá okkur en það sást ekkert á því. Það sáust hjólför á gríninu en það var búið að jafna sig eftir tvo til þrjá daga. Það var ekki neitt neitt, ótrúlegt.“