Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fengu gagnlegt ölduhæðarkort
VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson
Laugardagur 22. október 2022 kl. 08:48

Fengu gagnlegt ölduhæðarkort

Grindavíkurhöfn hefur fengið ölduhæðarkort frá Vegagerðinni sem mun nýtast hafnarstjórn Grindavíkurhafnar vegna umsókna vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2023-2027.

„Hafnarstjórn þakkar starfsmönnum Vegagerðarinnar fyrir framlagða vinnu við gerð ölduhæðarkorts utan við Grindavíkurhöfn. Ölduhæðarkortið er mikilvægt tól til að geta lagt mat á það hversu öflugur væntanlegur varnargarður þarf að vera til þess að þola mestu mögulega ölduálag á enda brimvarnagarðsins. Næstu skref er að leggja mat á það hversu mikil ölduhæð má vera fyrir tiltekna stærð skipa sem sigla inn eða út frá höfn í Grindavík miðað við staðsetningu nýja garðsins,“ segir í afgreiðslu síðasta fundar hafnarstjórnar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024