Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fengu endurskinsvesti frá Sparisjóðnum
Þriðjudagur 10. ágúst 2004 kl. 21:24

Fengu endurskinsvesti frá Sparisjóðnum

Krakkarnir á leikskólanum Hjallatúni fengu í dag góða gjöf þegar Sparisjóður Keflavíkur færði þeim vegleg endurskinsvesti.

Þau munu eflaust koma sér vel í vetur þegar myrkrið skellur á og ættu að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Baldur Guðmundsson, markaðsstjóri, afhenti gjöfina fyrir hönd Sparisjóðsins og voru börnin afar spennt fyrir vestunum.

Sparisjóðurinn hefur á síðustu misserum gefið endurskinsvesti á öllum leikskólum í Reykjanesbæ og einnig á flestum leikskólum í öðrum byggðarlögum á Suðurnesjum.

VF-mynd /Þorgils Jónsson: Börnin tóku sig vel út í vestunum þrátt fyrir að þeirra væri ekki bein þörf í blíðviðrinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024