Fengu 36 tonn í stað þeirra 10 þúsund tonna sem hurfu
Bæjarstjórn Sandgerðis telur að með ný úthlutuðuðum byggðakvóta til Sandgerðisbæjar
hafi viðleitni bæjaryfirvalda til snúa að snúa við þeirri þróun er varð á aflaheimildum bæjarfélagsins og finna leiðir til að auka aflaheimildir innan bæjarfélagsins brugðist með öllu.
Bæjarstjórn segir Sjávarútvegsráðuneytið ekki haft vilja til að lagfæra það óréttlæti sem komið hafi í ljós þegar aflaheimildir hurfu úr bæjarfélaginu enda sé nýting á aflaheimildum á Íslandsmiðum nú á byrjunarreit ef marka má fréttir síðustu daga. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar á fundi hennar í gær.
„Hitt er hinsvegar ljóst að byggðarlög eru mörg hver skilin eftir með eignir sem eru verðlitlar, atvinnulíf sem þarf að endurmeta og skuldir bæjarfélaganna eru miklar þar sem búið var að fjárfesta í hafnarmannvirkjum sem gefa ekki lengur af sér tekjur sem reiknað var með.
Bæjarfélögum við sjávarsíðuna er hinsvegar skylt að halda úti þjónustu við sjávarútveginn m.a. með vigtun sjávarafla í og með fyrir Fiskistofu sem heyrir undir sjávarútvegsráðuneyti og er öll sú vinna greidd úr hafnarsjóðum bæjarfélaganna," segir í bókuninni.
Þar kemur einni fram að rekstur hafnarinnar sé þungur og Sandgerðishöfn hafi verið rekin með 39.600.000.- króna halla á síðast ári. Uppsafnaðar skuldir hafnarinnar eru orðnar rúmar 434 milljónir eiginfjárreikningurinn neikvæður um ríflega 265 milljónir.
Bæjarstjórn telur því rétt að ráðuneytið úthluti þessum 36 tonnum sem bæjarfélagið fær í stað þeirra rúmlega 10.000 tonna sem hurfu frá bæjarfélaginu á þann hátt sem þeim þykir bestur, segir í bókuninni.
Mynd/elg: Frá Sandgerðishöfn.
hafi viðleitni bæjaryfirvalda til snúa að snúa við þeirri þróun er varð á aflaheimildum bæjarfélagsins og finna leiðir til að auka aflaheimildir innan bæjarfélagsins brugðist með öllu.
Bæjarstjórn segir Sjávarútvegsráðuneytið ekki haft vilja til að lagfæra það óréttlæti sem komið hafi í ljós þegar aflaheimildir hurfu úr bæjarfélaginu enda sé nýting á aflaheimildum á Íslandsmiðum nú á byrjunarreit ef marka má fréttir síðustu daga. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar á fundi hennar í gær.
„Hitt er hinsvegar ljóst að byggðarlög eru mörg hver skilin eftir með eignir sem eru verðlitlar, atvinnulíf sem þarf að endurmeta og skuldir bæjarfélaganna eru miklar þar sem búið var að fjárfesta í hafnarmannvirkjum sem gefa ekki lengur af sér tekjur sem reiknað var með.
Bæjarfélögum við sjávarsíðuna er hinsvegar skylt að halda úti þjónustu við sjávarútveginn m.a. með vigtun sjávarafla í og með fyrir Fiskistofu sem heyrir undir sjávarútvegsráðuneyti og er öll sú vinna greidd úr hafnarsjóðum bæjarfélaganna," segir í bókuninni.
Þar kemur einni fram að rekstur hafnarinnar sé þungur og Sandgerðishöfn hafi verið rekin með 39.600.000.- króna halla á síðast ári. Uppsafnaðar skuldir hafnarinnar eru orðnar rúmar 434 milljónir eiginfjárreikningurinn neikvæður um ríflega 265 milljónir.
Bæjarstjórn telur því rétt að ráðuneytið úthluti þessum 36 tonnum sem bæjarfélagið fær í stað þeirra rúmlega 10.000 tonna sem hurfu frá bæjarfélaginu á þann hátt sem þeim þykir bestur, segir í bókuninni.
Mynd/elg: Frá Sandgerðishöfn.