HS Orka
HS Orka

Fréttir

  • Félög og fyrirtæki í Grindavík gefa hjartahnoðtæki
    Frá afhendingu gjafarinnar. Myndir frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
  • Félög og fyrirtæki í Grindavík gefa hjartahnoðtæki
Þriðjudagur 22. apríl 2014 kl. 10:45

Félög og fyrirtæki í Grindavík gefa hjartahnoðtæki

Lionsklúbbur Grindavíkur afhenti þann 9. apríl síðastliðinn, fyrir hönd 13 félaga og fyrirtækja, fulltrúum HSS í Grindavík „Lukas“ hjartahnoðtæki, sem staðsett verður í sjúkrabíl HSS í Grindavík. Hjartahnoðtækið gefur sjúkraflutningamönnum aukið svigrúm til að sinna sjúklingnum á annan hátt samhliða því að hjartahnoð á sér stað.
 
Lionsklúbbur Grindavíkur samþykkti á félagsfundi þann 1. október síðastliðinn að standa að söfnunarátaki til kaupa á hjartahnoðtæki sem nýtist samfélaginu í Grindavík við þær aðstæður þegar hjartastopp á sér stað. Með aðstoð félaga og fyrirtækja í Grindavík tókst þetta verkefni mjög vel og er það til mikils öryggis fyrir samfélagið.
 
Eftirfarandi félög og fyrirtæki, auk Lionsklúbbs Grindavíkur, lögðu sitt að mörkum: Slysavarnadeildin Þórkatla, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Kvenfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Bláa lónið hf, Einhamar seafood ehf, Þorbjörn hf, Vísir hf, Stakkavík hf, Marver ehf, Íslandsbleikja ehf og Gjögur hf.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25