Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Féllust í faðma í ræðustóli bæjarstjórnar
Guðbrandur og Anna Lóa féllust í faðma í ræðustóli. Bæjarstjóri fylgist brosandi með. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 19. ágúst 2015 kl. 09:17

Féllust í faðma í ræðustóli bæjarstjórnar

- Anna Lóa í leyfi frá bæjarstjórn og Guðbrandur verður forseti

Önnu Lóu Ólafsdóttur, bæjarfulltrúa Beinnar leiðar, hefur verið veitt ársleyfi frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar og lausn sem forseti bæjarstjórnar. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar síðdegis í gær.

Anna Lóa er að flytja norður á Akureyri þar sem hún tekur að sér starf fyrir Símey, Símenntun Eyjafjarðar.

Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, var í gær kjörinn nýr forseti bæjarstjórnar með öllum greiddum atkvæðum. Hann sagði í ræðustóli að það hafi alls ekki verið á sinni áætlun að verða forseti bæjarstjórnar þetta kjörtímabil. Hann sagðist ætla að leggja sig fram um að standa sig í nýju embætti.

Guðbrandur sagði um Önnu Lóu að hún hafi verið forseti allrar bæjarstjórnarinnar og að samstarfið við hana hafi verið alveg einstakt. „Missir okkar er gróði annarra,“ sagði Guðbrandur og kallaði svo Önnu Lóu til sín og vildi fá „pontuknús“ þar sem þau féllust í faðma í ræðustóli bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Mynd af því fylgir fréttinni og má sjá hér að ofan.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024