Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Féll úr vinnulyftu á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 6. mars 2018 kl. 11:35

Féll úr vinnulyftu á Keflavíkurflugvelli

Tvö vinnuslys urðu um síðastliðna helgi í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum. Maður féll aftur fyrir sig úr stiga utan á vinnulyftu á Keflavíkurflugvelli og lenti á steyptu flughlaðinu. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og Vinnueftirlitinu gert viðvart um óhappið.

Í hinu tilvikinu var maður að fara úr bát sem lá við bryggju í Grindavíkurhöfn en skrikaði fótur og datt á bryggjuna. Hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi og reyndist vera með brotna mjaðmarkúlu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024