Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Féll úr nær þriggja metra mastri
Laugardagur 20. september 2014 kl. 09:14

Féll úr nær þriggja metra mastri

Maður slasaðist á fæti eftir að hafa fallið niður úr mastri í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Hann hafði klifrað upp í mastrið sem er um 2.50 metrar á hæð, þegar óhappið varð. Var talið að hann hefði fótbrotnað og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans.

Þá slasaðist kona sem rann til og skall með andlitið á stein. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024