Féll niður tvo metra eftir bilun í lyftara
Vinnuslys varð í fiskverkun á Hafnarbakka í Njarðvík. Lögregla, sjúkralið og vinnueftirlit fór á staðinn. Slysið varð er keðjuhlekkur í lyftara gaf sig. Starfsmaður hafði verði að mála í rúmlega tveggja metra hæð í körfu er hlekkurinn gaf sig með þeim afleiðingum að gafflarnir á lyftaranum skullu niður.
Starfsmaðurinn kenndi sér meins í baki og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.
Starfsmaðurinn kenndi sér meins í baki og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.