Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Féll ítrekað í yfirlið um borð í þotunni
Mánudagur 26. ágúst 2002 kl. 17:46

Féll ítrekað í yfirlið um borð í þotunni

Farþegi með þotu United Airlines á leið frá London til Boston var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að vélinni var snúið til Keflavíkur um miðjan dag í dag. Farþeginn hafði fallið ítrekað í yfirlið og læknir, sem var um borð í vélinni, taldi víst að maðurinn ætti við alvarlegar hjartatruflanir. Þotan lenti með sjúklinginn í Keflavík kl. 14:30 og var hann fluttur á forgangsljósum, fyrst til Keflavíkur og síðan áfram á Landsspítalann háskólasjúkrahús.Ekki hafa fengist nánari fréttir af líðan farþegans en farþegaþotan átti að halda áfram vestur um haf síðar í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024