Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Féll á steypustyrktarjárn
Þriðjudagur 1. október 2013 kl. 11:25

Féll á steypustyrktarjárn

Það slys varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina að maður féll úr stiga og lenti á steypustyrktarjárni. Maðurinn var að tengja rafmagn í þakkanti, þegar óhappið varð, og stóð í álstiga við verkið. Við húsið var grunnur sem steypustyrktarjárnið stóð upp úr og féll maðurinn á það.

Læknir og sjúkrabifreið komu á vettvang og var maðurinn fluttur á Landspítalann í Fossvogi, þar sem gert var að meiðslum hans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024