Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 11. janúar 2000 kl. 12:55

FÉLL 7 METRA ÚR MASTRI

Vélstjóri um borð í skuttogaranum Sturlu GK 12 féll um 7 metra úr mastri á stýrishúsi togarans og niður á stefni togarans í Njarðvíkurhöfn á mánudagskvöld. Maðurinn slapp ótrúlega lítið meiddur. Það var kl. 23:12 sem sjúkraflutningsmenn tilkynntu um slysið til lögreglunnar. Maðurinn, fyrsti vélstjóri, hafði verið að skipta um siglingaljós í mastri á brú skipsins, þar sem það lá í Njarðvíkurhöfn. Leiðinlegt veður var þegar óhappið átti sér stað. Maðurinn var á niðurleið úr mastrinu og missti fótanna þegar hann sté fæti á ratsjá skipsins. Fallið var um fimm metrar niður á brúarskyggnið og þaðan tveir metrar niður á stefnið. Maðurinn var fluttur á Sjúkrahúsið í Keflavík með áverka á höfði sem ekki voru taldir alvarlegir. Hann var þó lagður inn yfir nóttina af öryggisástæðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024