Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Félagsstarf aldraðra í Garði í nýtt húsnæði
Magnús Stefánsson bæjarstjóri ásamt systrunum Ingibjörgu og Sigurborgu Sólmundardætrum. Mynd: Einar Jón Pálsson
Föstudagur 28. nóvember 2014 kl. 09:31

Félagsstarf aldraðra í Garði í nýtt húsnæði

Formlega var tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir félagsstarf aldraðra í Garði sl. sunnudag.  Sveitarfélagið Garður festi fyrr á þessu ári kaup á alls um 350 m2 húsnæði við Heiðartún 2 og unnið hefur verið að því síðustu vikur að undirbúa húsnæðið fyrir starfsemi félagsstarfsins. Þessi nýja aðstaða er í alla staði mjög glæsileg og býður upp á ýmsa möguleika til eflingar á félagsstarfi í Garði, segir í frétt á vef Sveitarfélagsins Garðs.

Magnús Stefánsson bæjarstjóri afhenti umsjónarkonum félagsstarfsins, þeim Ingibjörgu og Sigurborgu Sólmundardætrum  lykla að húsnæðinu og fól þeim umsjón þess.  Þar með afhenti sveitarfélagið þetta nýja og glæsilega húsnæði félagsstarfinu til afnota.  Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson flutti hugvekju og blessaði húsnæðið, auk þess flutti Eyjólfur Eysteinsson formaður félags eldri borgara á Suðurnesjum ávarp.

Af tilefni opnunar húsnæðisins var handverkssýning, þar sem þátttakendur í félagsstarfi aldraðra sýndu afrakstur þeirra vinnu.  Auk þess var sölusýning á handverki og að sjálfsögðu kaffiveitingar, þar sem í boði var glæsilegt kaffihlaðborð.

Sveitarfélagið Garður óskar íbúum Garðs til hamingju með þessa glæsilegu aðstöðu og væntir þess að félagsstarf aldraðra eflist og dafni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024