Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Félagsmenn VSFK samþykkja verkfallsboðun
Fimmtudagur 21. maí 2015 kl. 09:49

Félagsmenn VSFK samþykkja verkfallsboðun

– með yfirgnæfandi meirihluta

Félagsmenn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis hafa samþykkt verkfallsboðun með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða en talningu lauk í gær í  kosningu um verkfallsboðun. Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, segist í samtali við Víkurfréttir vera mjög ánægður með þau skilaboð sem umbjóðendur sínir séu að senda með þessari niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.

Atkvæði féllu þannig að:

Aðalkjarasamingur VSFK og SA

Á kjörskrá voru 1828 og greiddu 558 atkvæði eða 30,53%

539 sögðu já eða 96.59%
13 sögðu nei eða 2,33%
Auðir seðlar 1
Ógildir seðlar voru 5

Vinnustöðvunin samþykkt með 96,59% atkvæða.

Starfsmenn sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistishúsum og hliðstæðrar starfssemi.

Á kjörskrá voru 364 og greiddu 80 atkvæði eða 21,98%

77 sögðu já eða 96,25%
3 sögðu nei eða 3,75%
Auðir seðlar voru 0
Ógildir seðlar voru

Vinnustöðvunin samþykkt með 96,25% atkvæða

Verkfall komi til framkvæmda sem hér segir:

28. maí og 29. maí
Hópbifreiðafyrirtæki - frá kl. 00:00 28. maí til kl. 24:00 29. maí.

30. maí og 31. maí
Hótel, gististaðir og baðstaðir -  frá kl. 00:00 30. maí til kl. 24:00 31. maí.

31. maí og 1. júní
Flugafgreiðsla - frá kl. 00:00 31. maí til kl. 24:00 1. júní.

2. júní og 3. júní
Skipafélög og matvöruverslanir - frá kl. 00:00 2. júní til kl. 24:00 3. júní.

4. júní og 5. júní
Starfsmenn bensínafgreiðslustöðva og starfsmenn við afgreiðslu flugvélaeldsneytis frá kl 00:00 4.júní til kl.24:00 5.júní.

6. júní
Ótímabundið allsherjarverkfall hefst kl. 00:00 6. júní 2015.
 
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024