FÉLAGSMÁLASTJÓRI Í SKÓLA
Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri Reykjanesbæjar hefur undanfarin þrjú misseri stundað nám í opinberri stjórnsýslu og stjórnun við HÍ á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ, Hagsýslu ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starf félagsmálastjóra er annríkt en Hjördís lét það ekki aftra sér frá því að keyra Reykjanesbrautina þrjá daga í viku á þriggja vikna fresti og segir námið stuðla að betri þjónustu í opinberum rekstri. Alls luku 34 námi og útskrifaðist fyrsti hópurinn af þessu námsviði þann 19. júní sl.„Það var mikill metnaður lagður í uppbyggingu námsins og eru þeir sem að því standa mjög ánægðir með árangurinn og mikið kapp lagt á að kynna námið sem best.Nemendur voru af öllu landinu en flestir voru af Vestfjörðum. Ég var ein frá Suðurnesjum og vil ég nota tækifærði og hvetja opinbera starfsmenn hér, ekki síst þá sem sinna stjórnunarstörfum að kynna sér þetta nám.”Námið var stundað samhliða starfi og var að sögn Hjördísar tekið á helstu þáttum opinberrar stjórnsýslu. Má þar nefna almenna stjórnunarfræði, skipulag og löggjöf, áætlanagerð og reikningsskil, upplýsingatækni, gæðastjórnun, árangursstjórnun auk stefnumótunar og breytinga í opinberum rekstri. Hverri lotu lauk með verkefnaskilum eða prófi.„Verkefnin gátu verið hagnýt. Lokaverkefni mitt var t.d. um „stefnumótun í málefnum eldri borgara í Reykjanesbæ”. Það verkefni vann ég í samvinnu við félagsmálastjóra Vestmannaeyja en bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur líkt og bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákveðið að mörkuð skuli stefna í málefnum eldri borgara”.Auk Hjördísar stunduðu þrír félagsmálastjórar námið auk sveitarstjóra, sýslumanna, skólastjórnenda, framkvæmdastjóra ýmissa sviða í opinberum rekstri auk starfsfólks í almennum störfum.