Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Félagsmálaráðherra ræðir atvinnuástandið á fundi á Ásbrú
Fimmtudagur 15. október 2009 kl. 18:18

Félagsmálaráðherra ræðir atvinnuástandið á fundi á Ásbrú


Suðurnesjamönnum gefst tækifæri til að mæta Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra og leggja fyrir hann spurningar um atvinnuástandið og taka þátt í umræðum á opnum fundi um atvinnumál, sem haldinn verður í Virkjun á Ásbrú í Reykjanesbæ í hádeginu á morgun.


Árni Páll mætir í Virkjun við Flugvallarbraut 740 föstudaginn 16. október kl. 12:30. Fyrst mun ráðherran flytja stutt ávarp en síðan verður farið í spurningar og umræður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Fundurinn er haldinn á vegum sjálfboðaliða í Virkjun í Reykjanesbæ og frá Deiglunni í Hafnarfirði. Fundurinn er opinn öllum þeim sem hafa áhuga á atvinnuástandinu í dag og aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta atvinnuleysinu á landinu.