FÉLAGSBÍÓ HEYRIR SÖGUNNI TIL
Iðnaðarmenn hafa látið til sín taka í Félagsbíói síðustu daga. Þeir bræður, kenndir við bón, Eyjólfur og Sverrir, voru vart búnir að snyrta bíóið hátt og lágt þegar þeir gerðu leigðu húsnæðið undir verslunarrekstur. Að ofan er mynd sem tekin var yfir bíósalinn daginn sem hafist var handa við að hreinsa innan úr húsinu. Að neðan má síðan sjá myndir innan úr bíóinu sem teknar voru um síðustu helgi. Þá var langt komið með að rífa „svalirnar“ og búið að saga úr útveggjum fyrir gluggum.Mörgum er eftirsjá í Félagsbíói enda hafa þar farið fram margir merkir menningarviðburðir og almennur vilji til þess að mennigarstarfsemi yrði áfram í húsinu. Tímarnir breytast og áður en langt um líður verða innkaupakerrur um öll gólf í Félagsbíói.