Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Félag um fuglaskoðun á Suðurnesjum stofnað í kvöld
Fimmtudagur 15. september 2011 kl. 07:27

Félag um fuglaskoðun á Suðurnesjum stofnað í kvöld

Mikill og almennur áhugi virðist vera á fuglaskoðun. Reykjanes er eitt vinsælasta svæðið á landinu fyrir fuglaáhugafólk. Þess vegna hefur verið ákveðið að stofna Félag fuglaskoðara á Suðurnesjum. Ætlunin er að halda reglulega fundi að vetrarlagi og fá sérfræðinga til að segja frá fuglum og ýmsu tengdu þeim. Náttúrfræðistofnun Íslands hefur fallist á að senda reglulega til félagsins sérfræðinga sína til skrafs og ráðagerðar. Þá er í bígerð að koma upp fuglaskoðunarhúsum á „heitum“ stöðum fyrir fuglalíf, heyra af ljósmyndun fugla, taka þátt í árlegum fuglatalningardegi. Þá verða skipulagðar fuglaskoðunarferðir um svæðið þannig að almenningur geti lært að þekkja fugla á þeim fjölmörgu stöðum á Suðurnesjum þar sem sjá má fjölbreytt fuglalíf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stofnfundur félagsins verður í húsakynnum Keilis á Ásbrú í kvöld, fimmtudaginn 15. september nk. kl. 20. Áhugafólk um fugla er hvatt til að mæta. Gestur fundarins verður dr. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. Upplýsingar og ábendingar má senda á [email protected]