Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Félag kvenna í atvinnurekstri: Aðalheiður hlýtur verðlaun
Föstudagur 30. janúar 2004 kl. 16:09

Félag kvenna í atvinnurekstri: Aðalheiður hlýtur verðlaun

Aðalheiður Héðinsdóttir eigandi Kaffitárs hlaut í gær árlega viðurkenningu félags kvenna í atvinnurekstri. Viðurkenningin er veitt þeim aðila sem þykir best að henni kominn fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna og hefur verið konum í atvinnurekstri sérstök hvatning eða fyrirmynd. Aðalheiður er fimmta konan sem hlýtur þessa viðurkenningu en árið 1999 hlaut Hillary Clinton fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna viðurkenninguna, 2001 hlaut Þóra Guðmundsdóttir stofnandi flugfélagsins Atlant, Elsa Haraldsdóttir eigandi Salon Veh og í fyrra hlaut Svava Johansen eigandi NTC viðurkenninguna frá félaginu.

Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands voru einnig veitt þakkarverðlaun og Freydís Jónsdóttir í Gallerí Freydísi hlaut hvatningarverðlaun.

Aðalheiður stofnaði Kaffitár árið 1989 og í dag starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu sem nýlega flutti í glæsilegt húsnæði að Fitjum í Njarðvík.

Ljósmynd: Freydís, Vigdís og Aðalheiður taka við verðlaunum Félags kvenna í atvinnurekstri í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024