Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fékk þakplötu í andlitið
Fimmtudagur 23. október 2008 kl. 23:28

Fékk þakplötu í andlitið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Litlu mátti muna að illa færi þegar þakplata fauk á björgunarsveitarmann sem var að hemja lausar bárujárnsplötur við íbúðarhús við Skagabraut í Garði nú í kvöld. Björgunarsveitarmaðurinn hlaut skrámur í andliti.

Talsvert af bárujárni fauk í bálhvössu veðri í Garinum í kvöld en félagar í Björgunarsveitinni Ægi náðu að koma fargi á járnið áður en það myndi valda tjóni á eignum.

Það er í raun vítavert kæruleysi að skilja járnplötur eftir lausar við íbúðarhús og sérstaklega þegar allra veðra er von.

Ljósmyndari Víkurfrétta náði mynd af því þegar platan fór í andlit björgunarsveitarmannsins en myndin er hér að ofan.


Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson