Fékk steypustyrktarjárn í lærið
Steypustyrktarjárn stakkst inn í læri á 15 ára stúlku þar sem hún var á hafnarsvæðinu í Sandgerði í gærkvöldi. Eldri stúlkur höfðu bundið hjólbarða aftan í bíl sinn og voru að draga krakka í honum, þegar hann slóst til hliðar að járninu, sem stúlkan fékk í lærið. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem gert var að sárinu. Lögregla varar mjög eindregið við svona leikjum.