Þriðjudagur 17. desember 2002 kl. 09:00
Fékk netadræsu í skrúfuna
Trillubátur fékk fljótandi netadræsu í skrúfuna á Faxaflóa í gærkvöldi. Við það drapst á vélinni og bátinn tók að reka. Gott veður var á svæðinu og kom nálæg trilla til hjálpar. Dró hún bátinn til hafnar í Sandgerði. Þar var netið hreinsað úr skrúfunni.Bylgjan greindi frá.