Fékk leyfi til innflutnings á fjórum fésuglum
Umhverfisstofnun veitti nýverið aðskilin leyfi til innflutnings fjórum fésuglum frá Bretlandi. Sigrún Kærnested Óladóttir flytur uglurnar inn til að hafa til sýnis og fræðslu í sérútbúnu húsi með áföstu búri.
Í umfjöllun sérfræðinganefndar um innflutning dýranna kemur fram að ólíklegt sé að fésuglur geti þrifist villtar hér á landi vegna óhagstæðs verðurfars og fábreytts fæðuframboðs. Sérfræðinganefnd um framandi lífverur er sammála því mati að áhættan af innflutningi fésuglna fyrir innlendar uglutegundir sé hverfandi. Nefndin taldi rétt að taka fram að umsækjandi sótti um að leyfi til innflutnings á þremur tegundum smáugla árið 2015. Þáverandi nefnd lagðist þá gegn innflutningi skálmuglu, en ekki gegn innflutningi á kattuglu og fésuglu. Nefndin telur ekki að aðstæður hafi breyst mikið síðan þá og sér ekki ástæðu til að hafna umsókninni nú.