Fékk far heim með sjúkrabílnum eftir flugferð á reiðhjóli

Ungur drengur fékk far með sjúkrabílnum heim til sín í Njarðvík eftir að drengurinn hafði dottið á reiðhjóli sínu á Reykjanesvegi framan við skrúðgarðinn nú síðdegis. Sjúkrabíll og lögregla voru kölluð til þar sem drengurinn var flæktur fastur í hjólinu á götunni og talið að hann væri slasaður.
Eftir að björgunarfólkið hafði losað drenginn kom í ljós að hann var óslasaður og fékk far heim til sín í sjúkrabílnum. Vinahópurinn hjólaði svo á eftir sjúkrabílnum, líkt og andarungar sem fylgja móður sinni.
Myndin er tekin við slysstaðinn nú síðdegis.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				