Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 19. júlí 2001 kl. 23:07

Fékk djúpsprengju í veiðarfæri

Stjórnstöð Lnadhelgisgæslunnar fékk tilkynningu klukkan 16.44 um að mb. Sæmundur HF-85 hefði líklega fengið djúpsprengju um borð með veiðarfærunum. Eftir samtal sprengjusérfræðinga við skipstjóra bátsins var ljóst að um djúpsprengju væri að ræða og að öllum líkindum með kveikibúnaði. Skipstjóra var ráðlagt að halda inn til Faxaflóa til móts við varðskip. Klukkan 18 sótti hraðbátur frá varðskipi tvo sprengjusérfærðinga á Seltjarnarnes og sigldi með þá til móts við Sæmund.

Við nánari skoðun sprengjusérfæðinga kom í ljós að ekki var sprengibúnaður í sprengjunni, en sprengjan var hulin gróri og útilokað fyrir skipverja að gera sér grein fyrir því.

Klukkan 20.04 var sprengjan komin um borð í varðskipið sem hélt með hana ásamt sprengjusérfræðingum til lands. Landhelgisgæslan legguráherslu á skipstjóri Sæmundar gerði rétt í að tilkynna um sprengjuna og fá leiðbeiningar því slíkum hlutum má aldrei fleygja í sjóinn aftur. Hætta er á að sprengjan geti sprungið við skip og grandað því. Þá þarf einnig að gæta að því að slíkir hlutir verði ekki fyrir hnjaski.
Frétt af Vísir.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024