Fékk blað úr slípirokk í kviðinn
– hlaut djúpan skurð
Karlmaður var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í gær eftir að blað í slípirokk, sem hann var að nota, brotnaði og þeyttist brotið í kvið hans. Tilkynning um slysið barst lögreglunni á Suðurnesjum um eittleytið í gær.
Var maðurinn að saga með slípirokknum í kerru þegar slysið varð. Maðurinn hlaut djúpan skurð og var gert að meiðslum hans á spítalanum.
Þá var ekið utan í starfsmann á Keflavíkurflugvelli sem var störf á flughlaðinu. Lenti vinnuvél, sem er töskufæriband, á fæti hans. Hann var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.