Fékk á sig 600 kg. saltkar
Vinnuslys varð í morgun í fiskvinnslu H. Péturssonar í Garði. Kona varð fyrir 600 kg. saltkari sem féll af lyftara. Karið féll fyrst á síló og síðan á konuna en talið er að hún hafi axlarbrotnað og hlotið einhverja aðra áverka. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðan áfram til Reykjavíkur til frekari rannsókna.Slysið átti sér stað um kl. 8:30 í morgun.