Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fegurstu stúlkur landsins í Bláa Lóninu
Föstudagur 6. maí 2005 kl. 13:02

Fegurstu stúlkur landsins í Bláa Lóninu

Fimm Suðurnesjastúlkur eru þessa dagana að búa sig undir þátttöku í Fegurðarsamkeppni Íslands sem fer fram á Broadway þann 20. þessa mánaðar.

Þær Petrúnella Skúladóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Harpa Gunnarsdóttir, Thelma Rut Tryggvadóttir og Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir voru staddar í Bláa Lóninu í gær ásamt öðrum keppendum þar sem verið var að taka upp kynningarefni fyrir fyrir keppnina.

Myndatökumenn Skjás Eins, sem sýnir beint frá keppninni, voru að taka upp auglýsingaskeið fyrir útivistarmerkið Cintamani og er óhætt að segja að stúlkurnar hafi tekið sig vel út í fatnaðinum, enda fallegustu fljóð landsins þar samankomin. Ljósmyndari VF var á staðnum og má sjá myndir frá deginum hér eða með því að smella á myndina efst á forsíðu vf.is.

Eftir myndatökur brá hópurinn sér svo í Lónið þar sem dekrað var við þær og fengu allar súlkurnar nudd, sem var vel þegið.

Miðasala á keppnina er þegar hafin og verður kvöldið með glæsilegu sniði sem endranær.

VF-myndir/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024