Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FEB sendir frá sér ályktun
Þriðjudagur 3. febrúar 2009 kl. 13:37

FEB sendir frá sér ályktun



Félag eldri borgara á Suðurnesjum gerir kröfu um að lífeyrirsjóðsstekjur verði reiknaðar með sama hætti og launatekjur hjá þeim sem náð hafa 67 ára aldri. Ályktun þessa efnis var samþykkt einróma á fjölmennum félagsfundi í síðustu viku.
Á fundinum var nokkuð rætt um hugsanlega úrsögn félagsins úr landssambandi eldri borgara en skiptar skoðanir hafa verið um aðild félagsins að sambandinu og komu þær vel fram á fundinum. Ekki var þó borin upp formleg tillaga um úrsögn en ákveðið að íhuga málið áfram.
---


VFmynd/elg – Frá félagsfundi FEB í síðustu viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024