Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

FEB: Orð skulu standa - segir í áskorun til ríkisstjórnar Íslands
Fimmtudagur 9. febrúar 2006 kl. 22:48

FEB: Orð skulu standa - segir í áskorun til ríkisstjórnar Íslands

Á fundi Félags eldri borgara á Suðurnesjum fyrir skemmstu var send áskorun til ríkisstjórnar Íslands þar sem ítrekaðar eru fyrri ályktanir félagsins um að D-álma HSS verði nýtt fyrir sjúka aldraða þar til lausn sé fundin á mjög brýnni þörf, sem staðar er í dag.

Í áskoruninni er minnt á ummæli Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra, frá því í september 2004 þegar sendinefnd frá Suðurnesjum fór á hans fund. Þar er haft eftir Jóni að sjúkir aldraðir ættu að hafa forgang að D-álmunni þar til ný hjúkrunardeild tæki til starfa.

Mun heilbrigðisráðherra hafa endurtekið þessi orð við vígslu D-álmunnar síðar þetta sama ár, af því er fram kemur í ályktun FEB.

Jafnframt er þess krafist í áskoruninni að grunnlífeyrir til eldri borgara frá Tryggingastofnun, verði skattfrjáls, 30 þúsund krónur af aflafé eða tekjum úr lífeyrissjóðum verði undanþegin skerðingum tekjutrygginga og tryggingaauka og að einungis 60% af lífeyrissjóðs-og atvinnutekjum eftirlaunafólks verði lagðar til grundvallar við útreikning grunnlífeyris og tekjutryggingar.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024