Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

FEB á Suðurnesjum með þrjár ályktanir
Nýtt hjúkrunarheimili í byggingu að Nesvöllum í Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Mánudagur 4. nóvember 2013 kl. 11:05

FEB á Suðurnesjum með þrjár ályktanir

Þrjár ályktanir voru samþykktar á opnum fundi  Félags eldri borgara á Suðurnesjum sem haldinn var á Nesvöllum þann 31. október sl.

Frummælendur á fundinum voru þau Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur sem fjallaði um skýrslu sína um hjúkrunarheimilið Garðvang og hjúkrunarrýni á Suðurnesjm. Jórunn Alda Guðmundsdóttir varafomaður FEB á Suðurnesjum sem fjallaði um hjúkrunar-og öldrunarmál á tímamótum og Eyjólfur Eysteinsson formaður FEB á Suðurnesjum sem ræddi um stjórnun og uppbyggingu hjúkrunarheimila á Suðurnesjum.

Fundurinn var fjölmennur og umræður miklar. Ályktanir voru samþykktar samhljóða og ákveðið að senda þær sveitarstjórnum á Suðurnesjum og er óskað eftir því að  þær verði kynntar á fundi viðkomandi sveitarstjórna. Ályktanir voru eftirfarandi:

Fyrsta ályktun:

Fundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum haldinn  31. október 2013 beinir því til sveitarfélaga á Suðurnesjum að þjónusta við eldri borgara á Suðurnesjamenn verði á ábyrgð sveitarfélaganna. Þannig fari  saman stjórn og ábyrgð á fjármálum auk þess sem samvinna auðveldar frekari uppbyggingu og fjölgun hjúkrunarrýma.

Til þess að tryggja samstöðuna geri sveitarfélögin  á Suðurnesjum með sér formlega  samkomulag um  stjórn skipuð fulltrúum allra sveitarfélaga á Suðurnesjum. Stjórnin skipuleggur þjónustu við eldri borgar og gerir áætlanir um  uppbyggigu og rekstur hjúkrunarheimila á Suðurnesjum.

Önnur ályktun:

Fram hefur komið tillaga um að vista út rekstri hjúkrunarheimilisins á Nesvöllum og hugsanlega Hlévangs til Sjómannadagsráðs Reykjavíkur. Við mótmælum því að stjórnun hjúkrunarheimilanna verði í Reykjavík.

Farsælast er að hjúkrunarheimilin verði áfram á ábyrgð og stjórnað af Suðurnesjamönnum, enda stefnt að því að sveitarfélögin taki yfir alla þjónustu við eldri borgara af ríkinu á næstu árum.
Þjónusta á hjúkrunarheimilum í Reykjanesbæ og Garði hefur gengið vel og íbúar almennt ánægðir og þeim liðið vel þar. Það er því með öllu óskiljanlegt og skortir öll rök fyrir því að Hrafnistu í Reykjavík  verði falin stjórnun á hjúkrunarheimilum hér á Suðurnesjum.

Gera þarf rekstrareininguna á Garðvangi hentugri með uppbyggingu og endurbótum, en síðastliðin ár hefur húsnæðið og þyngd sjúklinga kallað á meira starfsfólk, sem er að mestu leyti orsök hallareksturs þar.

Þriðja ályktun:

Fundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum haldinn 31. Október 2013 samþykkir að skora á sveitarfélögin á Suðurnesjum að þau vinni að undirbúningi að byggingu hjúkrunarheimilis. Hugsa  verður til framtíðar þar sem eldri borgurum á Suðurnesjum sem þurfa dvöl á hjúkrunarheimilum fjölgar ört. Gert er ráð fyrir að árið 2020, sex árum eftir að hjúkrunarheimilið á Nesvöllum verður komið í rekstur verði líkur til þess að milli 40 til 50 sjúkir eldri borgarar verði á biðlista eftir þjónustu á hjúkrunarheimilum ef ekkert verður að gert.

Það á því að vera hlutverk sveitarfélaga á Suðurnesjum að hafa forystu um að hefja nú þegar undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 60 til 80 íbúa.

Samstaða sveitarfélaganna er nauðsynleg þegar sótt er um fjármagn til ríkisins fyrir byggingu hjúkrunarheimilis.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024