Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fé til viðbótarlána þrotið
Fimmtudagur 1. ágúst 2002 kl. 09:31

Fé til viðbótarlána þrotið

Fé það er Reykjanesbær hefur til ráðstöfunar til viðbótarlána til íbúðarkaupa er nú þrotið. Yfir tíu manns bíða nú þegar eftir lánum en fjölskyldu- og félagsmálaráð fjallaði um málið á fundi sínum í vikunni. Bæjarstjórnin verður þó að taka það til umfjöllunar áður en sótt er um viðbótarúthlutun hjá Íbúðalánasjóði.Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun segir Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóra bæjarins, að þær 200 milljónir sem Reykjanesbær hafði heimild til að veita í viðbótarlán í ár séu búnar en fólk sé þó enn að spyrja um lán. Er lagt til að bæjarstjórn sæki um 100 milljónir til viðbótar til Íbúðalánasjóðs þó svo heimildin sem fékkst í ár sé töluvert hærri. Þar sem bæjarstjórnin er í fríi er talið að um mánuður geti liðið þar til tekin verður ákvörðun um viðbótarfjárveitingu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024