Faxaflói: Hvassast við sjóinn
Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, hvassast við sjóinn, en 13-18 á morgun. Hiti kringum frostmark.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-13 m/sfram á kvöld, en síðan 10-15. Éljagangur og hiti kringum frostmark.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðvestanátt, víða 10-15 m/s, en hvessir NV-lands seinni partinn. Slydda eða snjókoma, en síðar rigning og hiti 0 til 7 stig en en hægari, úrkomulítið NA-til og vægt frost.
Á sunnudag:
Suðvestan 10-15 en hægari síðdegis. Slydduél en bjartviðri NA-til. Hiti 0 til 4 stig.
Á mánudag:
Sunnan og suðaustan 5-13 og slydda eða rigning á S-verðu landinu, snjókoma NV-til, en skýjað með köflum NA-til. Hiti 1 til 6 stig.
Á þriðjudag:
Suðvestlægar áttir og éljagangur S- og V-lands en annars bjartiviðri. Hiti 0 til 4 stig.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir austanátt með slyddu eða rignignu sunnanlands en snjókomu norðantil. Hiti 0 til 5 stig.