Fatamarkaður í Grófinni
Útibú fjöskylduhjálpar á Suðurnesjum opnaði verslun sína í Grófinni 10 c, mánudaginn 21. janúar. Verslunin verður opin framvegis á milli klukkan 13:00 til 18:00.
Á fatamarkaðnum er bæði nýr og notaður fatnaður. Notaði fatnaðurinn er mjög vel með farinn en markaðurinn er hugsaður fyrir alla Suðurnesjamenn og er til fjáröflunar. Fatnaðurinn á markaðnum er almennt seldur á 200-3000 krónur.