Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fastir viðtalstímar bæjarfulltrúa í Vogum
Miðvikudagur 5. mars 2008 kl. 10:09

Fastir viðtalstímar bæjarfulltrúa í Vogum

Bæjarfulltrúar í Vogum hafa ákveðið að koma á föstum mánaðarlegum viðtalstímum þar sem bæjarbúar og aðrir geti hitt fulltrúana fyrir á bæjarskrifstofu. Tillaga þess efnis var lögð fram af meirihlutanum á síðasta fundi bæjarráðs í Vogum. Minnihlutinn tók undir tillöguna og var tímum skipað þannig að meirihlutinn mun auglýsa fasta viðtalstíma bæjarfulltrúa E- listans síðasta fimmtudag hvers mánaðar frá kl. 17 til 19 og minnihluti H-lista síðasta laugardag hvers mánaðar frá kl. 10 til 12.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024