Fastir við rústir Krísuvíkurkirkju
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út á jóladag austur að rústum Krísuvíkurkirkju til þess að aðstoða erlenda ferðamenn sem höfðu fest bíl sinn á leiðinni til Grindavíkur.
Þeir virtust vera að fylgja gömlu korti en þessi vegur er lokaður umferð og augljóslega merktur þannig. Ferðamönnunum var bent á að fara Suðurstrandaveginn og fylgdi björgunarsveitin þeim til baka.
Myndin var tekin í útkallinu á jóladag og birt á vef Grindavíkurbæjar.