Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fasteignir verði metnar á varnarliðssvæðinu
Þriðjudagur 10. júní 2014 kl. 18:21

Fasteignir verði metnar á varnarliðssvæðinu

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að Þjóðskrá skuli gera fasteignamat á tólf fasteignum á gamla varnarliðssvæðinu á Ásbrú.

Reykjanesbær höfðaði málið gegn Þjóðskrá Íslands og Isavia til að fá úrskurð Yfirfasteignamatsnefndar felldan úr gildi, en samkvæmt honum voru eignirnar undanþegnar fasteignamati og fasteignagjöldum. Rúv greinir frá þessu í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fasteignirnar voru undanskildar fasteignagjöldum og mati á meðan bandaríski herinn var á landinu en varnarsamningurinn er enn í gildi þrátt fyrir að herinn hafi farið árið 2006. Málið snerist um hvort fasteignunum hefði verið ráðstafað með sölu eða leigu. Isavia og Þjóðskrá báru að umræddar eignir væru í eigu Atlantshafsbandalagsins og því undanþegnar fasteignaskatti. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi hinsvegar ekki verið sýnt fram á annað, en að fasteignirnar væru eignir íslenska ríkisins og hluti af varnarviðbúnaði Atlantshafsbandalagsins. Undanþáguheimildin ætti ekki við því búið væri að koma eignunum í önnur not.  

Næsta mál á dagskrá er því að skoða umfang eignanna og hefja álagningu á grundvelli matsins. Þarna séu umtalsverðir hagsmunir fyrir bæinn enda stórar eignir eins og flugskýlið. Reykjanesbær gæti átt rétt á talsverðum fasteignagjöldum en slík gjöld eru mikill tekjstofn fyrir sveitafélög.