Fasteignir á varnarsvæðinu auglýstar til sölu í næstu viku
Þróunarfélag varnarsvæðisins á Miðnesheiði auglýsir í næstu viku fasteignir á svæðinu til sölu. Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður félagsins, segir við Ríkisútvarpið að undirbúningur fyrir kynningu og sölu fasteignanna gangi vel.
Nú þegar hafi á annað hundrað aðila lýst yfir áhuga á fasteignum á svæðinu en ekki verður gengið til viðræðna við þá fyrr en fasteignirnar hafa verið auglýstar formlega.
Nú þegar hafi á annað hundrað aðila lýst yfir áhuga á fasteignum á svæðinu en ekki verður gengið til viðræðna við þá fyrr en fasteignirnar hafa verið auglýstar formlega.