Fasteignaskattar til aldraðra lækkaðir í Grindavík
Á fundi bæjarráðs í gær var samþykkt að lækkun á fasteignaskatti hjóna vegna aldurs komi til framkvæmda þegar annað hjóna nær tilskyldum aldri óháð því hvort þeirra er skráð fyrir viðkomandi eign, enda sé um sameiginlega eign þeirra að ræða.Það skilyrði er óbreytt að afsláttur er aðeins veittur af fasteignaskatti sem lagður er á íbúð sem hjón eiga og búa í.