Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fasteignamat á Suðurnesjum hækkar um 6,8 prósent
Fimmtudagur 9. júní 2016 kl. 06:00

Fasteignamat á Suðurnesjum hækkar um 6,8 prósent

Heildarfasteignamat á Suðurnesjum hækkar um 6,8 prósent fyrir árið 2017 samkvæmt frétt á vef Þjóðskrár. Á landinu öllu hækkar fasteignamat um 7,8 prósent. Matið á Vesturlandi hækkar um 5,8 prósent, á Vestfjörðum um 6,9 prósent, um 0,2 prósent á Norðurlandi vestra, 5,7 prósent á Norðurlandi eystra, 5,6 prósent á Austurlandi og 4,8 prósent á Suðurlandi. Hækkunin á höfuðborgarsvæðinu er 8,8 prósent á milli ára.

Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2016. Það tekur gildi 31. desember 2016 og gildir fyrir árið 2017.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024