Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fasteignamarkaður: Fjórtán kaupsamningar í janúar
Þriðjudagur 9. febrúar 2010 kl. 14:20

Fasteignamarkaður: Fjórtán kaupsamningar í janúar


Fjórtán kaupsamningum var þinglýst í síðasta mánuði vegna fasteignaviðskipta í Reykjanesbæ. Þar af voru fimm samningar vegna fjölbýla og sex um sérbýli. Þrír samningar voru um aðrar eignir. Heildarveltan var 516 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,9 milljónir króna, samkvæmt samantekt Fasteignaskrár ríkisins.
Afar rólegt er á fasteignamarkaði eins og þessar tölur gefa til kynna en þó er markaðurinn hér líflegri en á Akranesi þar sem aðeins einum kaupsamningi var þinglýst allan mánuðinn. Sextán samningum var þinglýst á Árborgarsvæðinu og tólf á Akureyri.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.