Fasteignakaup gerast enn
Sjö fasteignakaupsamningum var þinglýst á Suðurnesjum vikuna 16. – 22. janúar. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 6 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 188 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,9 milljónir króna.
Á sama tíma var 25 kaupsamninum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og tveimur á Akureyri. Á Árborgarsvæðinu var engum kaupsamningi þinglýst á sama tíma. Heildarveltan á höfuðborgarsvæðinu var 780 milljónir króna og 55 milljónir á Akureyri. Þetta kemur fram í tölum frá Fasteignamati Ríkisins.