Fasteignagjöld í Grindavík lækka
Á síðasta bæjarráðsfundi var samþykkt tillaga S og D lista þess efnis að lækka fasteignagjöld í Grindavík frá og með næstu áramótum. Er tillagan fram komin í kjölfar þess að minnihluti B lista lagði fram tillögu um að greiða niður skólamáltíðir í Grunnskólanum í þeim tilgangi að auka nýtingu á skólamáltíðum sem í boði eru.
Í máli þeirra kom fram að fáir nýti sér skólamáltíðarnar sökum þess að kostnaðurinn sé of mikill og fleiri foreldrar myndu bjóða börnum sínum upp á heitan mat í skólanum ef maturinn kostaði minna. Í bókun sem B listinn lét gera kom fram að lækkun á fasteignagjöldum nái ekki til fólks sem býr í leiguhúsnæði og hefur að jafnaði lökust kjörin. Meirihluti S og D lista taldi það þjóna fleiri bæjarbúum að lækka fasteignagjöldin heldur en að niðurgreiða skólamat fyrir fámennan hóp foreldra.
Talsverð óánægja hefur verið meðal foreldra með verðið á skólamáltíðum enda hafa bæjaryfirvöld ekki greitt þær niður. Nú mun koma í ljós hvort óánægðir foreldrar sætti sig við þessa ákvörðun meirihlutans en líklega taka Grindvíkingar þessari lækkun fegins hendi.
Í máli þeirra kom fram að fáir nýti sér skólamáltíðarnar sökum þess að kostnaðurinn sé of mikill og fleiri foreldrar myndu bjóða börnum sínum upp á heitan mat í skólanum ef maturinn kostaði minna. Í bókun sem B listinn lét gera kom fram að lækkun á fasteignagjöldum nái ekki til fólks sem býr í leiguhúsnæði og hefur að jafnaði lökust kjörin. Meirihluti S og D lista taldi það þjóna fleiri bæjarbúum að lækka fasteignagjöldin heldur en að niðurgreiða skólamat fyrir fámennan hóp foreldra.
Talsverð óánægja hefur verið meðal foreldra með verðið á skólamáltíðum enda hafa bæjaryfirvöld ekki greitt þær niður. Nú mun koma í ljós hvort óánægðir foreldrar sætti sig við þessa ákvörðun meirihlutans en líklega taka Grindvíkingar þessari lækkun fegins hendi.