Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 3. maí 2002 kl. 20:46

Fasteignafélag stofnað um félagslegt húsnæði í Reykjanesbæ?

Stofnun fasteignafélags vegna félagslega húsnæðiskerfisins var til umræðu á síðasta fundi framkvæmda- og tækniráðs Reykjanesbæjar. Framkvæmda- og tækniráð leggur til við Bæjarstjórn Reykjanesbæjar að stofnað verði einkahlutafélag um félagslegt leiguhúsnæði í eigu bæjarfélagsins.Guðmundur Kjartansson, endurskoðandi Reykjanesbæjar mætti á fundinn og fór yfir stofnskrá og samþykktir vegna stofnunar fasteignafélags v/félagslega húsnæðiskerfisins. Félagsmálaráðuneytið hefur yfirfarið og samþykkt reglurnar.
Framkvæmda- og tækniráð leggur til við Bæjarstjórn Reykjanesbæjar að stofnað verði einkahlutafélag um félagslegt leiguhúsnæði í eigu bæjarfélagsins. Nafn félagsins verði Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. og verði allt hlutafé í eigu Reykjanesbæjar. Í stofnskrá fyrir Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. er gert ráð fyrir að stofnframlag Reykjanesbæjar verði kr. 247.345.671.- sem skiptist í hlutafé kr. 100.000.000 og yfirverðsreikningur hlutafjár kr. 147.345.671.-

Í greinargerð um málið segir: Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 7. nóvember 2000 að færa allar félagslegar leiguíbúðir þ.m.t. íbúðir fyrir aldraða í sérstakt hlutafélag með það að markmiði að allur kostnaður við rekstur og viðhald fasteignanna verði gerður sýnilegur og að tekjur standi undir kostnaði til lengri tíma litið. Með þessi markmið í huga hefur Framkvæmda- og tækniráð unnið í samráði við fjármálastjóra og endurskoðanda Reykjanesbæjar að undirbúningi stofnun félagsins.
Hið nýja félag yfirtekur eignir og skuldir Reykjanesbæjar. Heildareign í húsnæði er alls kr. 1.492.988.445.- og áhvílandi skuld ásamt vöxtum og kostnaði kr. 1.245.642.774.-
Stjórn félagsins verði 3ja manna og ákveði hún m.a. leigugjald af íbúðum sbr. 13. og 14. grein samþykkta fyrir félagið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024