Fasteign leyst upp?
Öllum starfsmönnum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar var sagt upp störfum í gær, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Verið er stokka reksturinn upp og er ein hugmyndin sú að leysa félagið upp og helstu eigendurnir taki eignirnar yfir, samkvæmt því sem fram kemur í frétt Ríksútvarpsins. Stærstu eigendurnir eru Íslandsbanki og Reykjanesbær en tíu önnur sveitarfélög eiga í félaginu.
Stofnun Fasteignar var umdeild á sínum tíma og mikil átök hafa verið í bæjarpólitíkinni í Reykjanesbæ æ síðan vegna þátttöku bæjarins í félaginu. Reksturinn hefur verið þungur eftir Hrun. Kvarnast hefur úr eigendahópnum t.a.m. með úrsögn Fljótsdalshéraðs og Garðabæjar.
Sjá nánar frétt RÚV hér.