Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fasteign greiði 121 milljón fyrir óbyggðar bæjarskrifstofur og höfuðstöðvar HS Orku
Mánudagur 3. janúar 2011 kl. 16:27

Fasteign greiði 121 milljón fyrir óbyggðar bæjarskrifstofur og höfuðstöðvar HS Orku

Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. hefur verið dæmt til að greiða arkitektastofu rúmlega 121 milljón vegna hönnunar á ráðhúsi fyrir Reykjanesbæ og höfuðstöðvar fyrir HS-orku. Hætt var við byggingu hússins haustið 2008. Fasteign hefur þegar greitt 118 milljónir vegna verksins. Frá þessu er greint á mbl.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vinna við hönnun hússins hófst í ársbyrjun árið 2007, en það átti að rísa á Fitjum í Reykjanesbæ. Til stóð að bæjar­skrifstofur Reykjanesbæjar og skrifstofur Hitaveitu Suðurnesja yrðu í húsinu. Lögð var áhersla á að verkið gengi hratt fyrir sig og var ekki búið að ganga frá formlegum samningi um greiðslur þegar hönnun hófst.

Upphaflega átti hús undir bæjarskrifstofurnar að vera 4000 m2 og höfuðstöðvar Hitaveitunnar um 3000 m², samtals um 7000 m². Eftir því sem verkinu vatt fram stækkaði flatarmál væntanlegs húss. Niðurstaðan varð að lokum sú að húsnæðið yrði samtals 11.662 m2 í tveimur tengdum byggingum.

Ákveðið var að stöðva vinnu við hönnun hússins 6. október 2008 vegna erfiðleika við fjármögnun verksins. Þá var að mati arkitektastofnunnar, Arkitektur.is ehf, búið að ljúka um 66% af vinnu við hönnun hússins.

Arkitektastofan krafðist þess að fá greiddar rúmlega 121 milljón króna auk verðbóta og féllst Héraðsdómur Reykjaness á þá niðurstöðu.

Ekkert hefur verið unnið frekar að hönnun hússins frá haustinu 2008 og alls óvíst um að það muni nokkurn tímann verða byggt.

Myndir af arkitektur.is