Farzad, hælisleitandi situr fyrir utan lögreglustöðina
Farzad Rahmanin, hælisleitandi frá Íran er búin að sitja fyrir utan Lögreglustöðina í Reykjanesbæ í sólarhring. Hann ætlar að sitja þar án matar og drykkjar þangað til lögreglan gefur honum svör vegna aðgerðanna sl. fimmtudagsmorgun hjá hælisleitendum í Reykjanesbæ. Hann krefst þess að peningar sem voru teknir frá hælisleitendum verði skilað til baka.
Vaktstjóri lögreglunnar setti keilur hjá honum þar sem hann lá sofandi til að forðast slys.
Farzad situr í grenjandi rigningu og roki en ætlar sig hvergi að færa fyrr en lögreglan talar við hann.
Myndir-VF/IngaSæm