Fartölvu og myndavél stolið af leikskóla
Í dag var tilkynnt um þjófnað á fartölvu að gerðinni HP og stafrænni myndavél, úr leikskólanum Heiðarsel í Keflavík. Skólinn hefur verið lokaður s.l vikur og hafa iðnaðarmenn verið þar að störfum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Keflavík.
Myndin: Barnahópur á Heiðarseli. Myndavél leikskólans og fartölvu hefur verið stolið.