Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Farþegum WOW air fjölgaði um 96% í maí
Fimmtudagur 8. júní 2017 kl. 14:19

Farþegum WOW air fjölgaði um 96% í maí

- Í næstu viku hefst áætlunarflug til Pittsburgh í Bandaríkjunum

WOW air flutti 205 þúsund farþega til og frá landinu í maí eða um 96% fleiri farþega en í maí árið 2016. Þá var sætanýting WOW air 86% í maí í ár en hún var 85% í sama mánuði í fyrra. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 209% aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra.

Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt um 963 þúsund farþega en það er 156% aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður.
WOW air flýgur nú til þrjátíu áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku. Í næstu viku hefst áætlunarflug til Pittsburgh í Bandaríkjunum en það er í fyrsta skipti sem boðið er upp á beint flug þangað frá Íslandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024